GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR

Hestaleigan Fjallahestar býður upp á styttri og lengri útsýnis- og útivistarferðir á hestum, bæði fyrir börn og fullorðna, vana og óvana reiðmenn. Hestarnir á Sauðanesi eru tamdir til reiða fyrir allan aldur svo og vana og óvana. Þeir eru sérstaklega þjálfaðir til reiðar í fjalllendi og eru vel kunnugir Tröllaskaga.

Frá Sauðanesi eru fjölbreyttar og skemmtilegar reiðleiðir sem eru almennt í fjalllendi og komast gestir fljótt í mikla náttúruparadís. Farið er hratt eða hægt yfir allt eftir óskum og getu viðskiptavina. Boðið er upp á reglulegar ferðir en einnig er hægt að gera breytingar á ferðum eftir óskum hópa. Bæði er mögulegt að stytta eða lengja ferðir svo og að setja saman nýjar ferðir. Ferðir hefjast almennt á Sauðanesi og eru viðskiptavinir sóttir á Siglufjörð ef með þarf. Enda þótt viðskiptavinur sé ekki vel göngufær en getur setið hest, þá er hæglega hægt að taka þátt í reiðferð. Slíkar ferðir eru góð leið til að komast vel yfir og njóta náttúrunnar og útvistar.

Nesti, þ.e. matur og drykkur, er innifalið í öllum ferðum sem eru yfir 4 klst.

Gert er ráð fyrir að ferðamenn séu í skjólgóðum fatnaði og góðum skóm. Einnig er gott að vera með stama hanska. Í styttri ferðum er mögulegt að lána ferðamönnum lopapeysur.

Fjallahestar sjá um allan búnað fyrir hestana auk hjálma fyrir ferðamenn. Teknar eru með hnakkatöskur ef með þarf svo og í lengri ferðir auk flugnanets. Bókunarfyrirvari í lengri ferðir er 2 dagar og gert er ráð fyrir að amk. fjórir taki þátt.

VERÐSKRÁ

1 og hálfur tími = 10.000 kr. á mann fyrir 1-4 manns, 8.000 kr á mann fyrir fleiri en 4.
Dagsferðir eru samningsatriði um verð 4 tímar eða meira
Fjölskyldu afsláttur er veittur i eins og hálfstíma ferðum og Dagsferðum.

GAGNLEGAR VEFSÍÐUR