LENGRI FERÐIR

Í lengri ferðum er gist á Siglufirði og eru reiðmenn keyrðir þangað frá áningarstað en hestarnir eru settir í girðingu. Í lengri ferðum tökum við gjarnan með lausa hesta sem fylgja í túrnum en mörgum þykir það afskaplega skemmtileg upplifun. Gert er ráð fyrir að hestamenn taki með sér skjólgóðan fatnað og hlífðarföt.

Siglufjarðarskarð – 2 dagar.

Lagt af stað frá Sauðanesi og farið yfir Siglufjarðarskarð og niður Hraunadalinn. Riðin er gamla póstleiðin sem er einstaklega falleg leið. Áð er eina nótt og síðan eru almenningarnir riðnir til baka.

Dagur 1; Frá Sauðanesi að Lambanes Reykjum, 7 klst.

Dagur 2; Riðið til baka frá Lambanes Reykjum að Sauðanesi.

Við skulum halda á Siglunes – 2 dagar

Tveggja daga ferð fyrir vana og óvana í góðu formi en riðið er frá Siglufirði út á Siglunes. Farið er eftir gömlum kindagötum. Ekki eru neinar bílfærar götur á leiðinni og því nauðsynlegt að klára ferðina. Riðið er meðfram ströndinni austan Siglufjarðar (Staðarhóll) að Selvík. Haldið er áfram upp Kálfsdal en riðið meðfram Kálfstaðarvatni og yfir Kálfsskarð. Þaðan er riðið niður í Nesdal og út að Reiðará. Frá Reiðará er haldið út á Siglunes. Gist er í bústað eina nótt. Boðið upp á að ríða til baka á degi tvö eða fara sjóleiðina með bát eftir reiðtúrinn. Á Siglunesi er boðið upp á leiðsögn um Nesið, sögu þess og staðhætti.

Dagur 1; Siglufjörður að Siglunesi 6 klst.

Dagur 2; Siglunes að Siglufirði 6 klst.

Tröllaskaga hringur – 4 dagar

Fjögurra daga ferð fyrir vana hestamenn frá Sauðanesi eða Siglufirði. Frá Sauðanesi er riðið inn Dalabæjardal og Dalaleið að Snók. Riðið er bak við Snók sem leið liggur að Siglufjarðarskarði og þar yfir. Riðið er inn Hólsdal og farin svokölluð Botnaleið fyrir Ámárdal og Héðinsfjörð að Skeggjabrekkudal og til Ólafsfjarðar. Botnaleið er sannkölluð útsýnisleið enda blasa þar við bæði Héðinsfjörður og Ólafsfjörður. Frá Ólafsfirði er riðið inní Fljót um Lágheiði og annað hvort farin Skarðsleið að Siglufirði eða Almenningar að Sauðanesi.

Dagur 1; 4-5 klst. Sauðanes til Siglufjarðar. Farin er Dalaleið.

Dagur 2; 6-7 klst. Frá Siglufirði til Ólafsfjarðar

Dagur 3; 6-7 klst. Frá Ólafsfirði að Lambanes Reykjum

Dagur 4; 4-5 klst. Frá Lambanes Reykjum út Almenninga að Sauðanesi

Fljóta ferð – 3 dagar

Þriggja daga fer fyrir vana hestamenn. Lagt af stað frá Sauðanesi og riðið meðfram ströndinni fram hjá Dalabæ og Mána og farið um Almenninga að Hraunum. Komið við hjá Hraunadún, æðardúnsframleiðsla skoðuð og þegið kaffi. Haldið áfram að Lambanes- Reykjum. Riðið inn Holtsdal að Knappstaðakirkju.

Dagur 1; Sauðanes að Lambanes Reykjum, 5 klst.

Dagur 2; Lambanes Reykir, inn Holtsdal að Knappstaðakirkju og niður hjá Ketilás að Brúnastöðum. 6-7 klst.

Dagur 3; Riðið frá Lambanes Reykjum, Almenninga að Sauðanesi eða riðið skarðið að Siglufirði. Ræðst af verðri á hverjum tíma.

Smölun

Lagt af stað frá Sauðanesi og riðið þangað sem smölun hefst.

Fyrir óvana, 1-2 klst.: smalað heimalandið að Sauðanesi.

Fyrir vana, 6 klst.: smalað frá Sauðanesi inn Almenning að Hraunum.