DAGSFERÐIR

Miðnætursól í júní og júlí

Farið er í styttri og lengri sumarsólstöðuferðir og eru þær fyrir bæði óvana og vana hestamenn.

Styttri ferðin tekur um 1-1.5 klst. Lagt er af stað frá Sauðanesi um kl. 22 og riðið að Dalabæ. Þaðan er fylgst með sólarlaginu og notið þess að vera með hestunum í náttúrunni. Sagt er frá staðháttum, lífsháttum til forna svo og náttúrufari.

Lengri ferðin tekur um 3 klst. og er lagt af stað frá Sauðanesi kl. 22 og riðið ofarlega í Skriðunum en þaðan er stórkostlegt útsýni. Farið til baka meðfram þjóðveginum og niður Dalabæjarmýrar að Dalavogum og áfram að Sauðanesi.

Sundreið 4-6 klst.

Þetta eru ferðir fyrir vana hestamenn. Riðið er frá Sauðanesi fram hjá Dalabæ og Mána og eftir Almenningum að Tjarnardölum þar sem hestunum verður hleypt á sund. Tekið er með nesti og verður áð að Skriðnavöllum. Reiðleiðin er ævintýraleg og má þar m.a. finna mjög sérkennilegt gróðurfar. Nauðsynlegt er að hafa föt til skiptanna.

Lambadalur 4 klst.

Ferðir fyrir vana og óvana hestamenn. Riðið er frá Sauðanesi að Dalabæ. Haldið er áfram eftir Dalabæjardal og svokallaða Dalaleið upp Lambadal. Þaðan er útsýni yfir á allan Skaga og út í Grímsey. Vel sést niður í Engidal frá Dalasetabrúnum. Umhverfið er stórkostlegt, klettótt hrikaleg fjöll og mikil náttúrufegurð. Lofthræddir gætu fundið fyrir lofthræðslu. Farin er sama leið til baka.

Mánárdalur 6-8 klst.

Ferð fyrir vana hestamenn. Lagt af stað frá Sauðanesi og riðið inn í Mánárdal. Farin er dalaleið, Úlfsdali fyrir botninn. Riðnar Mánárskálar og er fallegt útsýni og ósnortið stórbrotið landslag á leiðinni. Riðið að Tjarnardölum. Leiðin er ævintýraleg en riðið er eftir kindagötum en landslag og gróðurfar á þessum slóðum er mjög sérkennilegt og í raun ólýsanlegt. Komið niður hjá Almenningsnöf og riðið til baka að Sauðanesi.

Ferð að Snók 5-6 klst.

Fyrir vana og óvana hestamenn. Riðið frá Sauðanesi eftir Dalabæjardal og haldið áfram svokallaða Dalaleið upp að Snók. Farin er gamla póstleiðin en á þeirri leið er mikil náttúrufegurð og fallegt útsýni yfir Siglufjörð og út að Siglunesi.

Siglufjarðarskarð 6-7 klst.

Fyrir vana og óvana hestamenn. Riðið frá Sauðanesi og farið bak við Snók að Siglufjarðarskarði og niður til Siglufjarðar. Síðan er riðið til baka. Stórbrotið útsýni m.a. yfir Skaga og úti í Grímsey.

Siglunes 6-7 klst.

Fyrir vana hestamenn. Riðið er meðfram ströndinni austan Siglufjarðar (Staðarhóll) að Selvík. Haldið er áfram upp Kálfsdal en riðið meðfram Kálfstaðarvatni. Þeir sem vilja geta sundriðið í vatninu. Haldið áfram yfir Kálfsskarð. Þaðan er riðið niður í Nesdal og út að Reiðará. Frá Reiðará er haldið út á Siglunes. Riðið sömu leið til baka.